Áfangalýsing:

Í áfanganum er farið í helstu atriði í grunn-ensku, þ.m.t. einföld málfræði, grunn-orðaforði og einfaldur málskilningur tekin fyrir í verkefnum og virkni sem hentar nemendum með skerta færni. Verkefnavinnu er haldið í lágmarki og miðað við að hver fái verkefni við sitt hæfi. 

 

Markmið:

Þekkingarviðmið: 

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á: 

·           Einföldum orðaforða miðað við byrjanda í enskunámi 

·           Tengslum orða við hluti og hugmyndir 

·           Einfaldri enskri málfræði 


Leikniviðmið: 

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að: 

·       Beita einföldum orðaforða í námi og daglegri umræðu 

·       Ræða og rita um ólíka, einfalda hluti 

·       Persónubeygja einfaldar sagnir 


Hæfniviðmið: 

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: 

·       Tengja hluti við ensk orð 

·       Geta gert sig skiljanlegan á einfaldri ensku 

·       Tala við jafningja sína á grunn-ensku