Áfangalýsing:

Í áfanganum er farið í helstu atriði mannkynssögunnar og hún sett í samhengi við nútímann. Stærstu atriði hennar eru tekin fyrir í verkefnum og virkni sem hentar nemendum með skerta færni. Verkefnavinnu er þó haldið í lágmarki og miðað við að hver fái verkefni við sitt hæfi. 

Markmið:

Þekkingarviðmið: 

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á: 

·     Helstu atburðum mannkynssögunnar síðustu 1000 árin

·     Samhengi fyrri atburða og þeirra sem síðar gerast


Leikniviðmið: 

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að: 

·       Gera grein fyrir stærstu atburðum sögunnar í töluðu máli

·       Tengja fyrri atburði við síðari, jafnvel samtíma, atburði


Hæfniviðmið: 

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: 

·       Gera sér grein fyrir mikilvægi atburða í sögunni

·       Gera sér grein fyrir mikilvægi tenginga við nútímann