Í áfanganum verður unnið með að koma íslensku máli frá sér í töluðu og rituðu máli. Áhersla verður á persónulega nálgun í notkun tungumálsins, að nemendur geti tjáð sig og sínar skoðanir og myndað sér skoðanir út frá þeim rökum sem liggja fyrir. Áhersla er lögð á lesskilning og hagnýtan orðaforða tengdan lestri á því sem á sér stað í samfélaginu hverju sinni. Einni fá nemendur þjálfun í að skrifa ritgerð. Í áfanganum verður stundum spilað og þá með áherslu á íslenska tungumálið.