Íþróttir utan skóla.

Góðan daginn Ég vill byðja þig kæri nemandi að lesa þetta mjög vel.

Þessi önn samanstendur af 18 vikum.

Að vera í áfanga utan skóla þýðir að þú eigir að mæta í íþróttir 2x viku eða 36x yfir önnina til þess að fá 100% mætingu. Nú er aðeins búið að breyta skóla reglum þannig að ef nemandin fer undir 85% mætingu þá er viðkomandi sjálfkrafa fallinn. Sem þýðir að til þess að standast áfangann þá þarftu að mæta minnst 31x yfir önnina. 

Í þessum áfanga áttu einnig að skila inn 5 skýrslum. Eða í upphafi skólaárs, og við hvert annarmat svo í lok annar.

Einnig áttu að skila mætingu, en það geriru bara í lok annar. 

Mætingin gildir 70% og skýrslurnar gilda 30%

ÞÚ VERÐUR AÐ FYLGJAST MEÐ Á MOODLE HVENÆR Á AÐ SKILA.

Skila hólfið er alltaf opið í eina viku hvort sem það skýrslan eða mætingin.

Þú átt að skila skýrslu í sértsakt hólf og svo ó loka annar þá skilaru inn mætingu í annað hólf. 

EKKI ER TEKIÐ VIÐ SKÝRSLUM NÉ MÆTINGU EFTIR AÐ HÓLFI HEFUR VERIÐ LOKAÐ.

SEM SAGT EKKI SENDA MÉR TÖLVUPÓST MEÐ MÆTINGU EÐA SKÝRSLU.


Mæting

Ef þú ert að æfa í líkamsræktarstöð þá þarftu að fara þangað og fá mætingaryfirlit þar sem nafnið þitt sést og dagsetning og senda það þegar að mætingarhólfið opnar.

Það er hægt að notast við strava, apple eða hvaða app sem er. Svo lengi sem það sýnir tíma á æfingunni, nafnið þitt og dagsetningu. 

Ef þú ert að æfa einhverja íþróttagrein (fótbolta, körfubolta, blak eða annað) þá þarftu að halda utan um mætunguna þína og fá þjálfarann þinn til þess að staðfesta mætingu, taka mynd og setja á word skjal skila í mætingarhólfið þegar það opnar.