Í áfanganum er unnið með gagnrýna hugsun og heimspekilega samræðu.

Í tengslum við gagnrýna hugsun verður unnið með ýmsar hugarþrautir, rökleikni og ákveðið hugarfar. Nemendur verða leiddir áfram í að skoða ýmsar hliðar flókinna mála, færa rök fyrir ákveðnum þáttum og skoðunum og þjálfa sig í rökhugsun og rökstuðningi.  

Í áfanganum er unnið með læsi og lýðræðislega hugsun og vinnubrögð, skapandi hugsun og úrvinnslu upplýsinga. Með þjálfun víðsýni og opins huga er unnið með jafnræði meðal nemenda og starfsmanna og stuðlað að heilbrigði og velferð á víðtækan hátt.

Kennt verður í tvær kennslustundir á viku yfir önnina.