Áfanginn kynnir stjórnmálafræði sem fræðigrein. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist þekkingu á eðli og umfangi stjórnmála ásamt helstu stjórnmálastefnum. Kynnt verða helstu hugtök stjórnamálafræðinnar, fjallað um íslensk stjórnmál og alþjóðastjórnmál.