Farið verður í lotukerfið og rafeindaskipan. Vel verður þjálfuð færni í að stilla efnajöfnur.  Einnig verða tekin fyrir hugtökin efnatengi (sterk og veik), massavarðveisla, einföld hlutföll, formúlumassar, einingin mól, leysni og mólstyrkur. Þá verður fjallað um gas og gastegundir. Auk þessa verður fjallað um efnahvörf svo sem um hlutföll efna í þeim og orkuskipti.