Nemandinn lærir um lögmál litanna og einkenni þeirra og fræðist um helstu áhöld og efni  sem notuð eru til hárlitunar. Farið er í litafræði og kennt að lesa á liti. Kennd eru grunnatriði á íburði litar s.s. litur í rót, heillitur og strípur og gerð litaverklýsinga. Lögð er áhersla á mikilvægi smitvarna og helstu öryggisþátta. Unnið er með hártoppa og æfingahöfuð