Nemandinn kynnist grunnatriðum kennslukerfis hársnyrtinámsins við klippingu á æfingahöfði og tileinkar sér helstu hugtök. Áhersla er lögð á að horfa og hugsa eins og hönnuður, að þekkja helstu hönnunarþættina og grunnformin fjögur sem notuð eru við klippingu: jafnsítt form, fláa, auknar og jafnar styttur. Nemandinn kynnist mikilvægi smitvarna og helstu öryggisþátta. Hann fær að auki grunnþjálfun í gerð og notkun verklýsinga og í meðferð og beitingu áhalda og tækni við klippingu.