Nemandinn kynnist hugmyndum, tækni og aðferðum á bak við mótun hárs með rúllum,klípum og hverskonar hitatækjum. Hann lærir og fær þjálfun í grunnatriðum við ísetningu á rúllum og klípum og mótun blautbylgja. Kennd er notkun á krullu-og hitajárnum auk beitingar rúllubursta við dömublástur og gerð einfaldra fléttna og snúninga. Farið er í undirstöðuatriði í form- og bylgjublæstri herra. Kennd er gerð og notkun verklýsinga. Notast er við æfingahöfuð við verklega þjálfun.