FRAN1AG05 er frönskuáfangi fyrir byrjendur. Markmið með áfanganum er að gefa góða undirstöðu til notkunar og þekkingar á frönsku sem tungumáli og frönskumælandi menningu og samfélögum. Kennslan á að stuðla að almennri tungumálameðvitund hjá nemendum um hvernig maður lærir tungumál í formlegri kennslu og utan hennar. Mikil áhersla er lögð á að nemendur þjálfist í réttum framburði og er þeim þætti sinnt bæði með hlustun og talæfingum.