Í þessum áfanga er nemandinn undirbúinn fyrir framhaldsnám í lífrænni efnafræði, lífefnafræði og nám á heilbrigðisvísindasviði. Áhersla er lögð á þekkingu á einkennum lífrænna efna og tengihæfni kolefnisfrumeindarinnar. Fjallað verður um helstu flokka lífrænna efna og veitt innsýn í nafnakerfi þeirra ásamt megingerðum lífrænna efnahvarfa.