Í áfanganum læra nemendur að forrita og tengja saman forritun við sköpunarkraft sinn. Nemendur læra á forritunartungumálið MAX sem er búið til sérstaklega með listamenn í huga.

Við förum yfir grunnatriðin í forritun með MAX og tengjum það saman við þær listgreinar sem nemandinn hefur áhuga á tónlist, myndlist, myndbönd, innsetningar eða gjörninga.

Í sköpunarferli með MAX getur maður tengt hvað sem er saman. Þú gætir t.d. notað vefmyndavél til að stjórna tónverki eða láta tónlist stjórna myndbandi. Þú gætir gert forrit sem nær í myndbönd af youtube og notar það sem innblástur í nýtt myndverk. Tölvuleikir, hljóðfæri, gagnasöfnun, hljóð og myndvinnsla. Möguleikarnir eru í raun óteljandi.