Nemandinn fær þjálfun í herraklippingum á æfingarhöfði og módeli. Lögð er áhersla á form-, tísku- og snöggar herraklippingar og notkun hármótunarefna. Unnið er með klippivélum með mismunandi kömbum, þjálfuð færni í að eyða út hnakkalínu með greiðu og skærum og farið í þynningu með skærum og hníf. Verkefnin eru unnin á æfingahöfði og módelum.