Nemandinn fær þjálfun í klippingu á æfingarhöfði og módeli. Efld er þekking og færni í aðferðum og samsetningu á mismunandi klippiformum, auk þynningar og beitingar viðeigandi verkfæra. Nemandi lærir að velja viðeigandi hár mótunarefni. Efldur er skilningur á gerð og notkun klippi verklýsinga. Nemandinn öðlast færni í háralitun og ýmsum aðferðum í litatækni auk þess sem þjálfaður er hraði og vandvirkni. Hann lærir að meta hlutfall af gráu hári og hvað þarf til að þekja það 100%. Unnið er með heillitun, partalitun, rótalitun og ýmsar aðferðir af strípulitanir. Skilningur á notkun mismunandi styrkleika lita er aukinn. Forlitun kynnt. Nemendur læra meta litarhaft viðskiptavina með tilliti til háralitunnar bæði dömu og herra. Þjálfuð er verklýsinga- og spjaldskrárgerð og notkun litaspjalda. Unnið er með æfingarhöfuð og módel.